7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Stýrir Manchester United sem situr á toppi ensku deildarinnar – liðið var stofnað árið 2018

Skyldulesning

Það var árið 2018 sem Manchester United setti á laggirnar kvennalið til þess að taka þátt í ensku deildinni. Liðið er nú á sínu þriðja tímabili og situr taplaust á toppi ensku deildarinnar  eftir níu umferðir.

Casey Stoney, er knattspyrnustjóri liðsins og hún er ánægð með árangurinn hingað til og lætur pressuna ekki hafa áhrif á sig.

„Að upplifa pressu eru forréttindi. Ef fólk er að tala um þig eða gagnrýna þig, þá þýðir það að þú sért að gera eitthvað rétt,“ segir Stoney í viðali við The Guardian.

Það voru ekki margir sem bjuggust við svona sterku liði frá Manchester United fyrir tímabilið. Stoney segir þó að það sé eins með karla- og kvennalið félagsins, ætlast er til að liðið vinni leiki.

„Þú þarft alltaf að vera tilbúin þegar að þú spilar fyrir Manchester United. Um leið og þú klæðist treyju félagsins, hverja einustu viku, er pressa á þér að ná árangri,“ segir Casey Stoney.

Liðið hefur unnið góða sigra á leiktíðinni. Einn sá stærsti var í nóvember þegar 1-0 sigur vannst gegn Arsenal sem er ávallt eitt af toppliðum deildarinnar.

„Eftir sigra eins og þennan, styrkist trúin í leikmannahópnum, trúin á leikskipulaginu og trúin á því að þetta lið geti farið inn á völlinn og unnið hvaða lið sem er,“ sagði Casey Stoney við The Guardian. 

Casey Stoney, átti farsælan knattspyrnuferil sem leikmaður. Hún spilaði með liðum á borð við Arsenal og Liverpool en á einnig að baki 130 leiki með enska landsliðinu þar sem hún var um tíma fyrirliði liðsins.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna var Stoney, spilandi þjálfari hjá Chelsea um stund og hluti af þjálfarateymi Phil Neville, hjá enska landsliðinu, árið 2018. Hún tók síðan við Manchester United 8. júní 2018 og er með 70% vinningshlutfall þar sem þjálfari. Hún tók við liðinu í næst efstu deild Englands en kom því upp í efstu deild tímabilið 2018-2019.

Manchester United er í 1. sæti ensku deildarinnar þegar leiknar hafa verið 9 umferðir. Liðið er með 23 stig og er þremur stigum á undan Chelsea sem situr í 2. sæti.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir