5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Styrkja 24 þýðingar

Skyldulesning

Miðstöð íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmum 8 milljónum króna í 24 styrki til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins 2020.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr erlendum málum tvisvar á ári og úthlutaði rúmri 21 milljón króna í 59 þýðingastyrki á árinu 2020. Alls bárust á árinu 97 umsóknir sem er mesti fjöldi umsókna í þessum flokki síðan árið 2008, þegar jafnmargar umsóknir bárust að því er segir á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Við seinni úthlutun voru veittir styrkir til þýðinga úr ensku, frönsku, rússnesku, katalónsku, ítölsku, spænsku og þýsku. Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

Чернобыльская молитва (Tsjernóbyl-bænin), höfundur Svetlana Alexievich. Þýðandi er Gunnar Þorri Pétursson og útgefandi Angústúra.

Girl, Woman, Other eftir Bernardine Evaristo í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Útgefandi: Forlagið

The Nickel Boys eftir Colson Whitehead. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur.

Resto Qui eftir Marco Balzano. Þýðandi er Halla Kjartansdóttir og Drápa gefur út.

Der kurze Brief zum langen Abschied eftir Peter Handke í þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi er Ugla.

Culottées eftir Pénélope Bagieu. Þýðandi er Sverrir Norland og útgefandi AM-forlag.

Úrval úr verkum Zínaídu Gippíus. Þýðandi er Freyja Eilíf og útgefandi Skriða bókaútgáfa.

The Thing Around Your Neck eftir Chimamanda Ngozi Adichie í þýðingu Janusar Christiansen. Útgefandi er Una útgáfuhús.

Tsjemodan eftir Sergei Dovlatov. Þýðandi er Áslaug Agnarsdóttir og útgefandi Dimma.

Sexe et mensonges – La vie sexuelle au Maroc eftir Leilu Slimani. Þýðandi er Irma Erlingsdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Myndríkar barna- og ungmennabækur

Wie der Wahnsinn mir die Welt erklärte eftir Dita Zipfel & Rán Flygenring. Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir og útgefandi Angústúra.

The Giraffe and the Pelly and Me eftir Roald Dahl & Quentin Blake. Þýðandi er Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, útgefandi Kver bókaútgáfa.

Mr. Stynk eftir David Walliams & Quinten Blake í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útgefandi er Bf-útgáfa.

The Most Magnificient Thing eftir Ashley Spires. Þýðandi er Hugrún Margrét Óladóttir og útgefandi Oran books.

Heildarúthlutun á árinu 2020 til þýðinga á íslensku var rúm 21 milljón króna til 59 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember.

Sjá nánar hér

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir