10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Styrkja félög til skógræktar

Skyldulesning

Félagasamtök getasótt um styrki til trjáplöntukaupa.

Félagasamtök getasótt um styrki til trjáplöntukaupa.

Ljósmynd/skogur.is

Verkefnið Vorviður er að hefjast. Um er að ræða styrki til skógræktar á vegum félaga og félagasamtaka. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Markmiðið með Vorviði er að efla samstarf Skógræktarinnar og ýmissa félaga. Þannig geta þau bundið kolefni með skógrækt.

„Það er miðað við að þetta séu ekki félög sem fást sérstaklega við skógrækt heldur t.d. félagasamtök eða félög sem vilja kolefnisjafna starfsemi sína. Það gætu þess vegna verið kórar, kvenfélög eða golfklúbbar,“ segir Sæmundur Kr. Þorvaldsson skógræktarráðgjafi.

Um níu milljónir króna verða settar í verkefnið. Það getur nægt fyrir 60-90 þúsund plöntum, eftir því hvað keyptar eru dýrar plöntur. Miðað við 2.000 plöntur á hektara gæti skógurinn orðið alls 30-45 hektarar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir