2 C
Grindavik
14. maí, 2021

Styttist í að teikoffið taki völdin í tilbeiðslunni á enskunni?

Skyldulesning

Sú var tíðin að íslensk tunga átti ágætis orð til að lýsa því þegar fuglar og loftför hófu sig til flugs. Stundum var sagt að þeir fengju byr undir báða vængi.

Ef einhver hlutur fauk var stundum sagt, að hann hefði tekist á loft; já, hann tókst á loft. 

En enskan er lævís og lipur þegar hún laumar sér inn í íslenskuna og útrýmir stundum ágætis orðum eins og áföngum og leiðum með orðinu legg. 

Og nú virðist tilbeiðslan á enskunni vera að smeygja sér lumska leið í áföngum til þess ástan d að enska nafnorðið „take-off“ og „sögnin „to take off“ þrýsti sér endanlega inn alls staðar þar sem flogið er. 

Næsta þróunarstig úr „flugnám tekur á loft á ný“ gæti því orðið „flott teikoff hjá fluginu.“


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir