Atletico Madrid er komið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Elche í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum.
Markahrókurinn Luis Suarez er að komast á flug aftur eftir kórónuveirusmit og hann skoraði fyrsta markið á 41. mínútu.
Atletico var einu marki yfir í hálfleik en eftir tæplega klukkutíma leik tvöfaldaði Suarez forystuna. Lucas Boye minnkaði muninn hins vegar muninn fyrir Elche á 64. mínútu.
Heimamenn í Madríd fengu þó vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok eftir að brotið var á Diego Costa. Costa fór sjálfur á punktinn og skoraði. Lokatölur 3-1.
Atletico er því komið á toppinn en liðið er með 29 stig eftir tólf leiki, þremur stigum meira en Real Madrid (leikið þrettán leiki) og Real Sociedad (leikið fjórtán leiki).
Elche er í 15. sæti deildarinnar.