5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Suarez til Liverpool í sumar?

Skyldulesning

Samkvæmt miðlum á Spáni gæti Luis Suarez yfirgefið Atletico Madrid og snúið aftur til Liverpool í sumar. Hann ku vera orðinn þreyttur á leikstíl Diego Simeone, stjóra Atleti. Inter Miami er einnig mögulegur áfangastaður.

Suarez, sem hefur skorað 19 mörk í 26 leikjum fyrir topplið Atleti á tímabilinu, er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið í sumar, óski hann þess. Hann kom til félagsins frá Barcelona síðasta sumar.

Suarez er, samkvæmt spænskum miðlum, orðinn líkamlega þreyttur á leikstíl Simeone. Stjórinn vill að leikmenn pressi og gefi mikla orku í leikjum.

Hinn 34 ára gamli Suarez gæti því íhugað skipti og er talið að hann gæti farið aftur til Liverpool þar sem hann naut mikillar velgengni á árunum 2011 til 2014. Lið David Beckham, Inter Miami, gæti einnig reynt að lokka hann í MLS-deildina.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir