2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Sumarbústaður Gylfa Þórs settur á uppboð

Skyldulesning

Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sumarbústaður Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, í Grímsnesi hefur verið settur á uppboð á vef Sýslumannsins á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 

Vísir greindi fyrst frá.

Á vef Skattsins er útskýrt að byrjun uppboðs sé annað skref í nauðungarsölu á fasteignum. Framhaldssala er lokastig nauðungarsölu fasteigna. Þar segir einnig að nauðungarsala sé framkvæmd til þess að greiða upp þær skuldir sem hvíla á eigninni. 

Framhaldssala verður að fara fram í apríl

Byrjun uppboðsins mun fara fram á skrifstofu sýslumanns 31. mars. Eignin er þá boðin upp í fyrst skipti og síðar verður ákveðið hvenær framhaldssala fari fram. Framhaldssalan verður að fara fram innan 4 vikna frá því að byrjun uppboðs fer fram. 

Gylfi Þór er til rann­sókn­ar lög­reglu­yf­ir­valda á Englandi vegna gruns um brot gegn barni. Síðasta sumar var hann handtekinn vegna málsins en síðar var honum sleppt gegn tryggingu og hann settur í farbann. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir