6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Sumir veitingastaðir þurfi að gera betur

Skyldulesning

Lögregla sinnti 84 málum í nótt og gærkvöldi og voru alls 11 aðilar vistaðir í fangageymslu fyrir ýmis brot, þar af fjórir gerendur í heimilisofbeldismálum. Fjölmargir veitingastaðir voru heimsóttir og segir í dagbók lögreglu að sumir þeirra þurfi að gera betur hvað varðar ráðstafanir vegna Covid-19. 

Þrír voru handteknir í gærkvöldi vegna líkamsárásar og vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í skartgripaverslun í miðborginni, en viðkomandi náðist skömmu síðar og hafði hann stolna varninginn í vösum sínum. 

Þá var maður handtekinn skömmu fyrir klukkan 4 í morgun grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Afskipti voru höfð af tveimur mönnum í hverfi 221 vegna ræktunar fíkniefna og voru mennirnir handteknir auk þess sem lagt var hald á búnað og plöntur. 

Innlendar Fréttir