3 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Sundlaugarnar bregðast við kuldakastinu

Skyldulesning

Heitir pottar eyða talsverðri orku.

Sundlaugar í Reykjavík verða lokaðar fram á sunnudag, að því er Steinþór Einarsson, skrifstofu- og rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar staðfestir í samtali við mbl.is.

Verður það gert að ósk Veitna, til þess að spara heitt vatn vegna kuldakastsins en þrátt fyrir að almenningur geti ekki farið í sund vegna faraldursins hafa grunnskólanemendur getað mætt í skólasund.

Viðkvæm kerfi

Spurður hvort sundlaugarnar muni ekki leggja sitt af mörkum við að spara heita vatnið segir Steinþór:

„Það er öllu haldið gangandi, þetta eru viðkvæm kerfi sem við getum ekki slökkt á.“

Þó verði dregið úr heitu vatni og því lokað í fjóra daga.

„Við gerum það svo Veitur eigi fyrir húshitunum hjá fólki í þessu kuldakasti.“

Innlendar Fréttir