Svaf hjá klámstjörnu en vissi ekki að allt væri tekið upp – Greindi frá stórfurðulegu athæfi hans á kvöldi þeirra saman – DV

0
96

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu er vægast sagt skrautlegur karakter.

Árið 2003 gekk Mutu í raðir Chelsea fyrir 15 milljónir punda. Rúmeninn byrjaði vel, skoraði 4 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum. Svo skildi hann hins vegar við konuna og allt fór úrskeiðis.

Mutu fór að sofa hjá konum um allan bæ. Hann kom sér í fréttirnar þegar hann stundaði kynlíf með klámstjörnunni Laura Andresan. Það kom í ljós að hún var í samstarfi við rúmenskt götublað og var að taka allt upp.

Sagan fór eins og eldur í sinu um London. „Ég hef fengið nóg af stelpum. Það er kominn tími til að einbeita sér að fótbolta,“ sagði Mutu þarna.

Mutu fór hins vegar að djamma mikið og var frammistaðan á vellinum ekki góð. Í september 2004 var hann handtekinn eftir lögreglueltingarleik í Búkarest.

Chelsea hafði miklar áhyggjur af stöðu mála og lét leikmanninn taka þvagprufu. Þar kom í ljós kókaínnotkun. Mutu hélt því fram að hann hafi tekið kókaín til að bæta frammistöðuna í svefnherberginu.

Enska knattspyrnusambandið tók þá afsökun ekki gilda og setti hann í sjö mánaða bann. Chelsea rifti í kjölfarið samningi hans,

Þá steig klámstjarnan Andresan fram á ný og bauð upp á nákvæma lýsingu af kvöldi þeirra saman. Hún segir hann hafa „sogið blóð sitt eins og vampíra“ eftir að hún skar sig við að skera ávexti.

Chelsea átti þarna eftir að kæra Mutu fyrir brot á samnngi. Dómari skipar honum að greiða félaginu 15 milljónirnar sem félagið keypti hann á til baka auk ársvirði af launum. Mutu barðist af krafti gegn þessu og fór með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

Hann gafst ekki upp á ferlinum og raðaði inn mörkum fyrir Fiorentina, áður en hann var dæmdur í sjö mánaða bann þar líka fyrir eiturlyfjanotkun.

Í dag stýrir Mutu Rapid Búkarest í heimalandinu. Hann hefur nokkurn veginn haldið sér á beinu brautinni en nýlega kom reyndar í ljós að náinn vinur hans er kókaíninnflytjandi. Mutu hefur ekki enn borgað Chelsea neitt af því sem hann skuldar þeim.

Fleiri magnaðar sögur af Mutu eru í meðfylgjandi þræði.

You might remember Adrian Mutu as a promising Chelsea striker with a taste for cocaine and awful nightclubs.

But Class As weren’t his only vice.

From high speed car chases to drinking a porn star’s blood, meet the the Bad Boy of Bucharest… pic.twitter.com/WWPSwjEaCW

— The Upshot (@UpshotTowers) April 18, 2023

Fleiri fréttir