6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Svaf ölvunarsvefni í verslun

Skyldulesning

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkurn fjölda bifreiða vegna gruns um …

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkurn fjölda bifreiða vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaaksturs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi póstnúmersins 105 í Reykjavík vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni inn í versluninni laust eftir klukkan 20 í gærkvöldi er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá var aðstoðar lögreglu óskað í Smáralind vegna ölvaðs einstaklings sem var til vandræða. Einstaklingnum var vísað út af lögreglu. 

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi póstnúmersins 108. Ökumenn og farþegi í annarri bifreiðinni voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar og voru báðar bifreiðar fjarlægðar með dráttarbifreið.

Nokkuð var um að bifreiðar væru stöðvaðar vegna gruns um akstur ökumanna undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. 

Tilkynnt var um innbrot í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur og í Hafnarfirði og um bjölluónæði klukkan 5 í morgun í miðbænum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir