Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið
Uppbygging og framtíð lagareldis á Íslandi verður til umræðu á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis nú klukkan 9 í dag, en þar munu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og fleiri fulltrúar úr ráðuneytinu mæta fyrir nefndina og ræða nýlega skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.
Fundurinn stendur frá klukkan 9 til 10 í dag, en fundarefnið er ábyrg uppbygging og framtíð lagareldis á Íslandi og helstu niðurstöður skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.
Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri, Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla, Kári Gautason, aðstoðarmaður ráðherra, og Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan á sjónvarpsrás Alþingis.