5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Svandís og Þórólfur banna knattspyrnuliðum að æfa

Skyldulesning

Búið er að banna íþróttaæfingar vegna herts samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Frá þessu var greint á fréttamannafundi rétt í þessu. Reglurnar taka gildi á miðnætti. Reglurnar gilda um börn og fullorðna.

Knattspyrnufélög sem nú undirbúa sig undir Íslandsmót sem hefjast á í apríl munu því ekki geta æft á næstunni. Gilda reglurnar í þrjár vikur.

Íþróttahreyfingin hefur reglulega verið sett á ís vegna COVID-19 veirunnar sem nú virðist í vexti á Íslandi.

Ljóst er að þetta hefur veruleg áhrif á undirbúning og ætla má að KSÍ muni seinka upphafi Íslandsmótsins, líkt og á síðasta ári. Reglurnar gilda til 21 apríl eða viku áður en efsta deild karla á að hefjast.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þetta til og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur staðfest lög um þetta.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir