-0.7 C
Grindavik
4. desember, 2021

Svandís: Skiljanlegt að efasemdir færist í vöxt

Skyldulesning

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að ein vika í óbreyttar sóttvarnaraðgerðir hafi þótt hæfileg tímalengd og með þessu móti megi taka stöðuna frá degi til dags. „Þetta leit þokkalega út fyrir viku síðan og við viljum freista þess að hafa aðgerðir eins mildar og kostur er. Meðalhófið er lykillinn að því að við náum tökum á faraldrinum,“ segir Svandís  

Hún segir að smittölur séu enn of háar svo hægt sé að létta takmörkunum en 18 smit greindust í dag og þar af voru sjö utan sóttkvíar. 

Spurð segir Svandís að hún finni ekki fyrir auknum þrýstingi um afléttingar umfram það sem áður var. „Mér finnst þó skiljanlegt að það færist meiri þungi í vangaveltur og efasemdir eftir því sem faraldrinum vindur fram,“ segir Svandís. 

Hún segir þó að á Íslandi hafi daglegt líf færst minna úr skorðum en sums staðar annars staðar. „Við höfum ekki beitt allsherjar lokunum þar sem fólk hefur ekki getað farið út af heimilum sínum. En við auðvitað viljum við að aðgerðirnar okkar séu eins mildar og hægt er,“ segir Svandís. 

Var samhugur um þetta í ríkisstjórninni? 

„Það er alltaf mikil umræða um þetta. En niðurstaðan er auðvitað sú að ég kynni mín drög að reglugerð og það andmælir enginn þeirri niðurstöðu sem liggur fyrir og ég kynni,“ segir Svandís.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir