7.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Svanhildur Hólm í klípu – „Hafi einhvern tímann verið þörf er nú nauðsyn“

Skyldulesning

Svanhildur Hólm Valsdóttir er í vanda stödd og hefur leitað á náðir Facebook eftir góðum ráðum. Þannig er mál með vaxti að eiginmaður hennar, fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, á afmæli á miðvikudag og hún hefur ekki hugmynd um hvað hún á að gefa honum.

„Nú er ég venjulega ekkert að bera vandamál mín á torg (kannski fyrir utan að týna bílum og börnum) en hafi einhvern tímann verið þörf er nú nauðsyn.

Logi á afmæli á miðvikudaginn og ég veit ekkert hvað ég á að gefa honum. Hann er svona týpa sem á allt en er samt frekar nægjusamur. Elskar græjur og golf, en á einmitt frekar mikið af græjum og golfdóti. Flestar hugmyndir sem ég hef fengið undanfarið eru þess eðlis að ég verð að viðurkenna að ég væri eiginlega að gefa mér afmælisgjöf líka, þannig að ég gefst upp og óska eftir góðum (slæmar eru meira að segja betri en engar) hugmyndum að afmælisgjöf handa rúmlega fimmtugum fjölmiðlamanni í Vesturbænum sem á allt. Einn, tveir og byrja!”

Og ekki stendur á Facebook-vinum hennar sem hafa þegar þetta er skrifað komið með yfir hundrað uppástungur.

Hér er aðeins brot af þeim hugmyndum sem Svanhildur er komin með:

Þingman Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, stingur upp á GPS staðsetningartæki fyrir kisur.

„Í Covid er ekki mikið um skemmtun. Þá getur svona lítið – agnarsmátt tæki fyrir tækjafólk glatt alveg endalaust. Við getum setið löngum stundum og krúttkrumpast yfir því að fylgjast með ferðum Júrí, hins geðþekka geimfara.”

Skúli Valberg Ólafsson, framkvæmdastjóri Kolibri, kemur með nytsama uppástungu. Sokkar sem moppa.

„Þessa gólfmoppu innimokkasínur eru gjöf sem heldur áfram að gefa – og taka.”

Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, stingur upp á hlaðvarpsgræju.

„Legg til podcast græjur, þær færa þennan gamla mann nær nútímanum.” Svanhildur reyndar svara því til að það væri meira gjöf fyrir hana.

Sigursteinn Másson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, stingur upp á tveimur slaufum. Einni fyrir Loga og hina fyrir kisu.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, stingur upp á plötuspilara

Hannes Friðbjarnarson, tónlistarmaður, stingur upp á pels. „Pels, alltaf séð hann fyrir mér í góðum pels.“

Hallgrímur Ólafsson, leikari, stingur upp á hárgeli. „Mér hefur nú fundist að hann mætti brúka hárgel oftar. Frekar losaraleg lagningin allsvo.“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kemur með ögrandi uppástungu. „Hund. Gefðu honum hund. Hann á bara kött“ (En Logi og Svanhildur eru annáluð kattarhjón)

Birna Bragadóttir, athafnakona, telur sig vita svarið. „Hann sagði við mig í gær að hann gæti vel hugsað sér að eiga sex ketti. Þið eigið bara þrjá síðast þegar ég vissi. Ekkert að þakka.“

Nokkrir stinga upp á dansnámskeiði en Svanhildur kæfir þá hugmynd í fæðingu. „OMG. Danshæfileikar Loga eru sönnun lögmálsins um að maður getur bara ekki fengið allt“

Eins er stungið upp á heimagerðu punti þar sem mót er tekið af höndunum.

Meðal annara tillagna má nefna: fleiri kettir, dekur fyrir þau hjónin, þyrluflug, bústaðarferð, námskeið í hljóðfæraleik, gjöf til hjálparstarfs, nærbuxur eða sokkar með mynd af Svanhildi eða kisunum, og jafnvel var stungið upp á húðflúri og mótorhjóli þar sem Logi gæti verið að stefna í gráa fiðringinn.

Því hefur Svanhildur úr nægu að velja og verður fróðlegt að komast að því hvað Logi fær á miðvikudaginn og hvort það komi honum á óvart.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir