8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Svar frá Lyfjastofnun um aukaverkanir

Skyldulesning

Fjölmiðlar mega nota þetta svar frá Lyfjastofnun. En skv. mínum upplýsingum var sú látna heilbrigðisstarfsmaður, sjá neðst í þessari bloggfærslu. Lyfjastofnun tekur það fram að sá látni vegna AstraZeneca sé eldri einstaklingur.

,,Fyrst ber að nefna að þær tölur sem birtast á vefnum snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun og ekki er víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Nánar í þeim fyrirvörum sem fram koma á vefnum um notkun tölulegu upplýsinganna sem þar birtast.

Comirnaty (BioNTech/Pfizer):

26 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • 14 þeirra varða andlát. 13 andlát vörðuðu aldraða einstaklinga, 12 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling sem ekki var aldraður en með marga undirliggjandi sjúkdóma.
  • Af hinum 10 þá varða 8 sjúkrahúsvist (þar af 2 lífshættulegt ástand).
  • Fjórar tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar*.

COVID-19 Vaccine Moderna:

5 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • 4 tilkynningar varða sjúkrahúsvist.
  • Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg*.

Vaxzevria (AstraZeneca):

12 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Ein tilkynning varðar andlát eldri einstaklings.
  • 9 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af 1 lífshættulegt ástand).
  • Tvær tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar*.

*Tilkynningar sem metnar eru sem klínískt mikilvægar geta varðað ýmis einkenni, t.d. blóðtappa þar sem ekki kom til innlagnar á sjúkrahús.

Í allri umfjöllun um tilkynningar vegna gruns um aukaverkun er mjög mikilvægt að fram komi að þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Slíkt er metið í hverju tilfelli fyrir sig.

Kveðja,

Samskiptadeild / Communications Department

Lyfjastofnun / Icelandic Medicines Agency

Vínlandsleið 14, IS-113 Reykjavík

Ísland / Iceland

Sími / Tel: +354 520 2100

www.lyfjastofnun.is


Innlendar Fréttir