Svarar opinberlega eftir ummæli föður leikmannsins – ,,Ég skil hann vel“ – DV

0
131

Xavi, stjóri Barcelona, hefur svarað föður undrabarnsins Ansu Fati sem hefur verið í fréttunum undanfarnar vikur.

Pabbi Fati baunaði á Xavi í fjölmiðlum og hvetur son sinn til að yfirgefa Barcelona því hann fær ekki reglulegan spilatíma.

Faðir leikmannsins hefur litla trú á að Fati muni fá að spila reglulega undir Xavi sem notar sóknarmanninn sparsamlega.

Xavi segist þó hugsa um hag Fati og bætir við að hann skilji hugarfar föðursins sem vill það besta fyrir sitt barn.

,,Hann er rólegur og einbeittur. Mér þykir vænt um hann, en ekki hans föður eða teymi. Ég hef upplifað svipaða stöðu og hann finnur til með syni sínum og ég skil hann vel.“

,,Ég hef fulla trú á Ansu. Ég hef rætt við hann margoft sem og aðra leikmenn, ég er sá helsti sem vill að hann nái árangri.“