Svarta ekkjan notaði netið til leitar að karlmönnum að féfletta – En hvað myrti Melissa marga? – DV

0
135

Hún hefur verið nefnd Svarta ekkja Kanada og við fyrstu sýn minnir Melissa Ann Shepard á elskulega ömmu.  En hún er hreint ekki eins vinaleg og margir myndu halda við fyrstu sýn.

Melissa er 87 ára gömul í dag og enn álitin afar hættuleg af yfirvöldum sem hafa gætur á henni.

Ein af myndum Melissu af stefnmótasíðum. Hóf morðferil á gamals aldri

Melissa, sem er fædd árið 1935, en hefur reyndar hefur gengið undir mörgum nöfnum í gegnum tíðina, fékk yfir 30 dóma fyrir alls kyns fjársvik á árunum 1977 til 1991.

Sennilega hefur hún á endanum áttað sig að að svikamyllur hennar væru ekki að ganga nógu vel og ákvað því að einbeita sér að annars konar ferli.

Morðum.

Það sem er hvað merkilegast við Melissu er að hún var komin yfir fimmtugt þegar að hóf að finna sér eiginmenn, yfirleitt eldri einmana karlmenn sem voru ekkjumenn í leit að ást og umhyggju. Og hvar var betra að leita en á netinu?

Melissa kom fram sem ljúf og umhyggjusöm, í leit að kærleika og félagsskap. Hún var hins vegar einvörðungu í leit að peningum.

Melissa var á flestöllum stefnúmótasíðm Sá sem slapp og sá sem ekki slapp

Fyrsti eiginmaður hennar hét Russell Shepard og var hann þeirra heppnastur þar sem hjónabandinu lauk með skilnaði, ekki dauða.

Melissa var komin á sextugsaldur þegar að 44 ára maður að nafni Gordon Stewart féll fyrir þokka Melissu.

En hjónabandið hafði ekki staðið lengi þegar að Melissa var ákærð fyrir að eitra fyrir Gordon með miklu magni róandi lyfja auk þess að aka yfir hann meðvitundarlausan. Og það tvisvar. Gríðarlegt magn alkóhóls fannst einnig í líki Gordons við krufningu.

Melissa bar fyrir rétti að Gordon hefði misþyrmt henni í bílferðinni og hefði dauði hans verið sjálfsvörn. Saksóknari var þó ekki á sama máli og hélt því fram að Melissa hefði myrt Gordon til að fá eftirlaun hans. Gordon hafði nefnilega lengi þjónað í hernum og með vegleg eftirlaun sem eiginkona hans fengi að honum látnum.

Melissa með öðrum eiginmanni sínum Gordon. Hún lyfjaði hann og ók svo tvisvar sinnu yfir hann. Fræg sem baráttukona

En það tókst ekki að sanna ásetning og fékk Melisa sex ára dóm en afplánaði aðeins tvö þeirra. Eftir að henni var sleppt skapaði hún sér nafn sem málsvari kvenna, sem beittar eru ofbeldi af eiginmönnum sínum. Melissa ferðaðist um Kanada og hélt fyrirlestra, kom fram í sjónvarpi og fékk meira að segja feitan styrk frá yfirvöldum til ,,hjálpar” konum.

En það voru ekki allir sem trúðu sögu Melissu sem fór meira að segja i mál við tvo blaðamenn sem rituðu grein um að ef til vill væri Melissa ekki það fórnarlamb sem hún kvaðst vera.

Meilissa í sjónvarpsviðtali sem talsmaður kvenna sem orðið hafa fyir ofbeldi. Heilagur andi kemur til sögunnar

Þriðji eiginmaðurinn var Robert Friedrich, sem hún reyndar hitti á kirkjusamkomu árið 2001. Sagði hún honum að heilagur andi hefði talað til sín þegar þau hittust og væri þeim ætlað að eigast. Robert var afar trúaður og efaðist ekki að Melissa væri send af heilögum anda.

Robert var allt það sem Melissa leitaði að. Einmana og trúaður ekkill á níræðisaldri með feita bankareikninga. Þau trúlofuðu sig eftir aðeins þriggja daga kynni og gengu í hjónaband mánuði síðar. En synir hans voru ekki jafn trúgjarnir þegar kom að nýju stjúpmóður sinni og grunuðu hana um græsku.

Robert vildi allt fyrir konu sína gera og fóru þau í langa, og rándýra, brúðkaupsferð sem Robert greiddi að fullu. En þegar í brúðkaupsferðinni hóf Robert að veikjast, missa jafnvægið, detta, kasta upp og missa meðvitund. Hann fór nokkrum sinnum á spítala en gátu læknar ekki fundið ástæðu veikindanna.

Einhver brúðkaupsdaga Melissu Rétt fyrir dauða Roberts sendi Melissa sonum hans talskilaboð þar sem hún sagði föður þeirra hafa breytt erfðaskrá sinni, hún væri hans einkaerfingi og þeir fengju ekki krónu. Og hana nú.

Robert lést á fyrsta ári hjónabandsins og var dánarorsök sögð vera hjartaáfall, jafnvel þótt að engin krufning ætti sér stað.

Hann arfleiddi Melissu af öllu sínu en synir Roberts kærðu Melissu til lögreglu og sögðust þeir fullvissir um að hún hefði eitrað fyrir föður þeirra. En skortur á sönnunargögnum varð til þess að málið var fellt niður.

Ástin blómstrar á netinu

Melissa sneri sér nú aftur að stefnumótasíðum á netinu og kynntist þar Alex Strategos, fráskildum manni á áttræðisaldri sem bjó í Flórída. Ástin blómstaði á netinu og svo fór að Melissa yfirgaf Kanada árið 2004 og hélt til Flórída og bankaði upp á hjá Alex.

Alex Strategos Svo fór að hún gisti þá nótt en að morgni leið Alex mjög  illa, var með kvalir í maga og svima. Melissa dvaldi áfram hjá Alex sem fór að þjást af stöðugum svima og var sífellt að detta. En þar sem Alex hafði átti við heilsufarsleg vandamál að etja, og meðan annars fengið nokkur væg heilablóðföll, töldu flestir að tengja mætti jafnvægisleysið við þau veikindi.

Í desember 2004 fóru þau út að borða en þegar heim var komið missti Alex meðvitund og hringdi Melissa á sjúkrabíl.

Alex jafnaði sig fljótlega og var útskrifaður en sonur hans, Dean, hafði áhyggjur af föður sínum. Melissa fullyrti að hún myndi gæta hans öllum stundum og þyrti Dean því engar áhyggjur að hafa. Dean trúði henni og vissi að faðir hans var hrifin af Melissu og vildi hafa hana á heimilinu.

En Alex fór aftur að missa meðvitund með reglulegu millibili og á næstu tveimur mánuðum fór hann átta sinnum á sjúkrahús.

Melissa og Alex. Við rannsókn fundu læknar mikið magn róandi lyfja í Alex sem var nú fullur grunsemda og taldi Melissu hafa sett lyfin í uppáhaldsísinn hans sem hún færði honum á hverju kvöldi. Alex fór því ekki aftur heim heldur á heilsuhæli til að ná sér.

Meðan að Alex var á heilsuhælinu komst Dean að því að á þessum örfáu mánuðum sem Melissa bjó með föður hans hafði hann veitt henni fullt aðgengi að öllum sínum fjármálum. Þegar að hann bar það upp á hana sagði hún að prókúran væri til þess að hún gæti greitt reikninga fyrir hann í veikindunum.

Dean leitaði til lögfræðings sem sagði að Melissa væri með full yfirráð yfir fjármunum föður hans. Hún gæti selt íbúð, hans, bílinn og tekið út af reikningunum. Skjölin sem Alex hafði undirritað voru fullkomlega lögleg. Sem síðar reyndist rangt.

Ein af fangamyndum Melissu. Svo fór að Melissa tæmdi alla reikninga Alex og fékk 20 þúsund dollara upp úr krafsinu.

En Dean gafst ekki upp og svo fór að húsleit var gerð á heimili Alexar. Fannst mikið magn lyfja og þegar tölva Melissu var rannsökuð kom í ljós að hún var að stofna til sambanda við fimm eldri herramenn.

Pappírar Alexar voru rannsakaðir betur og reyndust í raun falsaðir.

Svo fór að Melissa var dæmd fyrir skjalafölsun og fékk fimm ára fangelsisdóm.

„Verð seint hinn fullkomni borgari“

Í viðtali við CBC sjónvarpsstöðina árið 2005 var hún spurð að því hvort hún gæti breyst og hætt glæpum sínum. En hún gaf lítið fyrir það.

„Ég get ekki sagt að ég verði nokkurn tíma hinn fullkomni borgari, svaraði Melissa. Ég tek bara einn dag og einu og reyni að gera mitt besta. En ég veit ekkert hvað bíður mín.“

Melissa var orðin 74 ára þegar henni var sleppt árið 2009. Hafði hún þá afplánað fjögur ár og send með hraði heim til Kanada.

En þrátt fyrir að vera komin á áttræðisaldur var Melissa ekki hætt.

Melissa í viðtali. Hlustaði ekki á aðvaranir

Hún flutti inn í húsnæði fyrir eldri borgara og einn góðan veðurdag bankaði hún upp á hjá Fred Weeks og sagðist vera einmana. Fred var líka einmana og áður en varði voru þau gift. Reyndar hafði vinur hans þekkt Melissu af fréttamyndum og varað hann við en Fred lét viðvarirnar sem vind um eyru þjóta.

Þau fóru í brúðkaupsferð til Nova Scotia og byrjaði Fred að veikjast á hótelinu sem þau voru stödd á. Eigandi hótelsins sagði Fred hafa verið nánast gænan i framan, titrandi og óstöðugan. Aftur á móti hefði Melissa verið fullkomlega greidd og förðuð, klædd merkjavöru frá toppi til táar. Hafði honum fundist undarlegt hversu lítinn áhuga hún sýndi veikindum eiginmanns síns.

Fred Weeks Þegar hann missti meðvitund og féll í gólfið hringdi hóteleigandinn á sjúkrabíl. Og auðvitað reyndist aumingja Fred vera stútfullur af róandi lyfjum sem Melissa mun hafa sett í kaffi hans.

Hún var dæmd fyrir tilraun til manndráps og fékk þriggja og hálfs árs dóm.

Aftur handtekin og þá áttræð

Eftir þriggja ára setu innan múra var Melissu sleppt árið 2016. En með skilyrðum. Hún mátti ekki koma nálægt interneti og henni var harðbannað að fara á stefnumót.

Melissa við handtökuna eftir að hafa reynt að eitra fyri Fred. Hún er með ljósa hárkollu. En nokkrum mánuðum síðar var hin áttræða Melissa gripin við að skanna stefnumótasíður á bókasafni.

Hún var handtekinn fyrir brot á skilorði og sat nokkrar vikur í fangelsi áður en en kærur á hendur henni voru felldar niður.

Melissa er orðin 87 ára gömul og frjáls kona.

Melissa er ömmuleg en stórhættuleg. Yirvöld grunar þó sterklega að Melissa hafi framið mun fleiri glæpi, gengið í fleiri hjónabönd, og sennilegast myrt fleiri karlmenn þar sem í eigum hennar fundust fjöldi falsaðra skilríkja sem hún hefur hugsanlega notað við að villa á sér heimildir. Vitað er að hún hefur gengið undir að minnsta kosti sex nöfnum í gegnum tíðina, ef ekki fleiri.

En eins og fyrr segir hefur lögregla auga með henni, hún er talin líkleg til að endurtaka leikinn, þrátt fyrir háan aldur. Melissa Ann Shepard gefst nefnilega aldrei upp.