Handbolti
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Svartfjallaland fór illa með Svíþjóð í fyrri leik dagsins á EM í handbolta sem fram fer í Danmörku þessa dagana.
Svartfjallaland tók frumkvæðið snemma leiks og hélt því allt til enda. Fór að lokum svo að Svartfellingar unnu sex marka sigur, 31-25, eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 16-10.
Jovanka Radicevic fór mikinn og skoraði ellefu mörk fyrir Svartfjallaland. Fulltrúi Íslands í liði Svía, Kristín Þorleifsdóttir, var næstmarkahæst í liði Svíþjóðar með fimm mörk.
Hvorugt liðanna á möguleika á sæti í undanúrslitum mótsins.
Tengdar fréttir

Við Íslendingar teljum okkur eiga aðeins í skyttu sænska handboltalandsliðsins sem er nú í stóru hlutverki á Evrópumóti kvenna í handbolta.