5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Sveiflaði brotnu hrífuskafti og handarbraut konu

Skyldulesning

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms á hendur manni fyrir tvær líkamsárásir, …

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms á hendur manni fyrir tvær líkamsárásir, eignarspjöll og hótanir.

Hanna Andrésdóttir

Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir manni á fertugsaldri fyrir tvær líkamsárásir, hótanir og eignarspjöll. 

Maðurinn játaði að hafa viðhaft eignarspjöll en neitaði sök að öðru leyti. Kært var í fjórum liðum. Braut maðurinn með háttsemi sinni skilorð dóms frá árinu 2015 þar sem hann hafði verið dæmdur til fangelsisrefsingar í 60 daga, skilorðsbundið í tvö ár. 

Hrinti og sparkaði í liggjandi konu 

Málsatvik kvöldsins sem leiddi til kærunnar er lýst í dómi héraðsdóms með eftirfarandi hætti:

Skömmu eftir miðnætti veittist maðurinn konu í stofu og hrinti henni svo að hún lenti á gluggakistu. Örskömmu síðar tók hann í hönd hennar dró hana út fyrir dyr þar sem hún féll við utandyra á sólpalli og sparkaði maðurinn þá í líkama konunnar þar sem hún lá.

Í æðiskasti úti á sólpallinum lamdi hann garðhrífu í pallinn svo að hrífan brotnaði og sveiflaði brotnu skaftinu þannig að það lenti í rúðu sem brotnaði. 

Þá lenti hrífuskaftið á hönd konu með þeim afleiðingum að tvö miðhandarbein brotnuðu. Konan kvaðst í vitnaleiðslu ekki viss um að maðurinn hafi séð sig. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að manninum hafi mátt vera ljóst að slys gæti hlotist af æðiskasti sem þessu og skilyrði um ásetning því uppfyllt.

Skömmu síðar, klukkan eitt sömu nótt sendi maðurinn síðan skilaboð á konuna sem hann sparkaði í þar sem eftir farandi stóð í „Nú skalt þú hafa samband við alla þína máttar stolpa … því þú þarft á þeim að halda“ og „Ég et alkavega að koma vona að sjá þig“.

Sex mánaða fangelsisdómur

Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms þar sem maðurinn var sakfelldur í öllum kæruliðum. Refsingin var þó þyngd en hafði maðurinn verið dæmdur til 75 daga fangelsis, skilorðsbundið í hérað. Landsréttur dæmdi manninn í sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið í tvö ár.  

Konan sem brotnaði á hönd hefur síðan þurft að undirgangast aðgerðir á hendinni er fram kemur í dómsorði Landsréttar og fékk dæmdar bætur upp á 600.000 krónur. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir