Sveindís fulltrúi Íslands í undanúrslitum – Mikil dramatík á Brúnni – DV

0
162

Það fóru fram tveir leikir í Meistaradeild kvenna í kvöld. Um leiki í 8-liða úrslitum var að ræða.

Wolfsburg og Paris Saint-Germain byrjuðu á að gera 1-1 jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Wolfsburg vann fyrri leikinn 1-0 og er komið í undanúrslit.

Alexandra Popp gerði mark liðins í kvöld en Kadidiatou Diani skoraði fyrir PSG.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og lék nær allan leikinn.

Þá vann Chelsea Evrópumeistar Lyon eftir vítaspyrnukeppni og mikla dramatík.

Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 en Lyon leiddi með einu marki gegn engu eftir venjulegan leiktíma í kvöld.

Þær komust svo í 2-0 í framlengingunni en á áttundu mínútu uppbótartíma skoraði Maren Mjelde og jafnaði einvígið fyrir Chelsea.

Lundúnaliðið vann svo í vítaspyrnukeppni.

Undanúrslitin hefjast 22. apríl með fyrri leikjunum.

Undanúrslit
Chelsea-Barcelona
Wolfsburg-Arsenal