Sveindís og stöllur geta tryggt sér farseðil í úrslit fyrir framan smekkfullan Emirates – Sjáðu leikinn hér – DV

0
72

Mynd/Getty

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg geta farið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag er liðið heimsækir Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum.

Fyrri leiknum lauk 2-2, þar sem Sveindís skoraði einmitt annað marka Wolfsburg.

Seinni leikurinn í dag fer fram á Emirates-leikvanginum í London og er uppselt á völlinn.

Sigurvegarinn mætir Barcelona í úrslitaleiknum. Börsungar unnu Chelsea í hinu undanúrslitaeinvíginu.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:45. Hægt verður að horfa á hann í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt