4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Sveinn Aron og Aron Elís spiluðu í tapi

Skyldulesning

Randers tók á móti OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson byrjuðu báðir á bekknum hjá OB.

Fyrsta mark leiksins skoraði Alhaji Kamara fyrir heimamenn á 35. mínútu. Á 55. mínútu tvöfaldaði Frederik Lauenborg forystu heimamanna. Oliver Lund klóraði í bakkann fyrir OB með marki á 82. mínútu.

Sveinn Aron kom inn á á 63. mínútu og Aron Elís á 71. mínútu.

Eftir leikinn sitja liðin í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Randers eru í áttunda sæti með 13 stig og OB í níunda sæti með 11 stig.

Randers 2 – 1 OB


1-0 Alhaji Kamara (35′)


2-0 Frederik Lauenborg (55′)


2-1 Oliver Lund (82′)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir