Sverrir Ingi meiddur og dregur sig út úr landsliðinu – Gummi Tóta kemur inn – DV

0
167

Sverrir Ingi Ingason er að glíma við meiðsli og getur ekki tekið þátt í komandi leikjum A landsliðs karla. Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska liðsins hefur kallað á Guðmund Þórarinsson í hans stað.

Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki.

Er þetta mikið áfall fyrir Arnar Þór Viðarsson þjálfara liðsins en Sverrir hefur spilað frábærlega með PAOK í Grikklandi á þessu tímabili.

Sverrir hafði verið tæpur fyrir verkefnið og nú er ljóst að hann getur ekki spilað með gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.