5 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Sverrir Ingi skoraði sigurmark PAOK

Skyldulesning

PAOK tók á móti Panathinaikos í grísku deildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri PAOK. Sverri Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK.

Fyrsta mark leiksins kom á 11. mínútu. Þar var að verki Karol Świderski í liði PAOK. Fimm mínútum síðar jafnaði Aitor Cantalapiedra metin fyrir gestina. Sverrir Ingi Ingason skoraði sigurmark PAOK á 65. mínútu.

Eftir leikinn er PAOK í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig. Panathinaikos er í fimmta sæti með 18 stig.

PAOK 2 – 1 Panathinaikos


1-0 Karol Świderski (11′)


1-1 Aitor Cantalapiedra (16′)


2-1 Sverrir Ingi Ingason (65′)

Innlendar Fréttir