0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í sigri PAOK

Skyldulesning

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK þegar þeir tóku á móti Asteras Tripolis í grísku deildinni í dag. Heimamenn sigruðu 2-0.

Engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Omar El Kaddouri leikmaður PAOK fékk rautt spjald á 38. mínútu leiksins og PAOK því manni færri í rúmar 50 mínútur.

Það kom ekki að sök. Á 64. mínútu skoraði Christos Tzolis fyrra mark PAOK. Andrija Živković tryggði PAOK 2-0 sigur með marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu.

Eftir leikinn situr PAOK í öðru sæti með 24 stig. Asteras Tripolis er í 9. sæti með 12 stig.

PAOK 2 – 0 Asteras Tripolis


1-0 Christos Tzolis (64′)


2-0 Andrija Živković (69′)(Víti)


Rautt spjald: Omar El Kaddouri, PAOK (38′)

Innlendar Fréttir