5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Sverrir Ingi stóð vaktina í vörn PAOK í jafntefli

Skyldulesning

Sverrir Ingi Ingason, var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Asteras Tripolis í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Karol Swiderski kom PAOK yfir með marki á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Douglas Augusto.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 65. mínútu þegar að Juan Munafo jafnaði leikinn fyrir Asteras Tripolis.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. PAOK er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 51 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir