2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember

Skyldulesning

Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum.

Met yfir fjölda daglegra smita hafa verið slegin í Svíþjóð á undanförnum mánuðum. Rúmlega 5.800 manns greindust smitaðir í landinu í dag og 67 létu lífið.

Hertar takmarkanir tóku gildi þar um miðjan október og eru þær taldar hafa átt þátt í að hægja á útbreiðslu faraldursins. Lýðheilsustofnun Svíþjóðar telur nú að toppnum verði náð á næstu vikum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Við erum vongóð um að við náum að hafa áhrif á þróun faraldursins með þessum hætti,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður stofnunarinnar í dag.

Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega 6.600 manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst.

Carlson setur fyrirvara við að öldukambinum verði náð á næstu vikum. Spálíkan stofnunar hans sé ekki framtíðarspá og þróun faraldursins ráðist af hegðun almennings.

„Ef við fáum það ekki eins og við gerum ráð fyrir fáum við ekki þessa þróun, þá fáum við verri þróun,“ sagði hann.

Spálíkan Lýðheilsustofnunarinnar gerð ráð fyrir að annarrar stórrar bylgju í faraldrinum væri ekki að vænta í haust þvert á það sem varð raunin.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir