-0.7 C
Grindavik
26. janúar, 2022

Sviði fórst á Flákahorni

Skyldulesning

Minningarstund í undirbúningi. Egill Þórðarson, sr. Þorvaldur Karl Helgason og sr. Jón Helgi Þórarinsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Minnst verður við í Hafnarfjarðarkirkju 2. desember næstkomandi að 80 ár verð þá liðin frá því togarinn Sviði GK fórst út af Öndverðarnesi á Snæfellsnesi með allri athöfn, alls 25 manns. Jafnhliða verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu um sjóslysið og þá sjómenn sem fórust.

Hægt verður að skoða sýninguna á opnunartíma safnaðarheimilisins en á þriðjudögum og fimmtudögum á næstunni, milli kl. 13-15, mun Egill Þórðarson lofstskeytamaður veita leiðsögn um sýninguna. Minningarstundin sem fyrr er getið verður með takmörkuðu aðgengi vegna sóttvarna. 

Þegar Sviði GK fórst misstu alls fjórtán konur misstu eiginmenn sína í þessu sjóslysi og 46 börn urðu föðurlaus. „Á bak við þennan skipsskaða er mikil saga sem má ekki gleymast, rétt eins halda verður á lofti minningu þeirra manna sem þarna fórust,“ segir Egill Þórðarson. Hann hefur safnað margvíslegum upplýsingum um þetta sjóslys og vinnur að undirbúningi fyrrgreindrar minningarstundar.

Í febrúar á síðasta ári voru 95 ár liðin frá Halaveðrinu mikla. Í fádæmalausu óveðri á Vestfjarðamiðum lenti fjöldi skipa í hrakningum og tveir togarar fórust; Leifur heppni og Fieldmarshal Robertson, sem var gerður út í Hafnarfirði. Á hinum síðarnefnda voru 35 menn, margir af þeim úr Hafnarfirði. Óveður þetta gekk yfir 7. og 8. febrúar 1925 og af því tilefni var í fyrra sett upp sýning, sambærileg þeirri sem nú er í undirbúningi.

Sigldi í þungum sjó

Sviði GK, sem gerður var út af samnefndu útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, fórst þann 23. nóvember á Vestfjarðamiðum. Sneri fulllestaður til baka 1. desember og var ætlunin að sigla með aflann til sölu í Bretlandi. Norðan úr hafi að Bjargtöngum sóttist siglingin vel, en svo þyngdi sjó og vind á Breiðafirði. Togararnir Sviði og Venus fylgdust lengst af, en þegar sá síðarnefndi kom inn til Hafnarfjarðar var farið að óttast um Sviða. Slysavarnafélagi Íslands og fleirum var gert viðvart. Eftirgrennslan hófst og nokkrum dögum síðar fannst brak úr Sviða á hafi úti og sjórekið lík á Rauðasandi. Ekki þurfti því frekari vitna við.

Talið er að Sviði hafi farist á svonefndu Flákahorni í norðurkanti Kolluáls, sem er um 10 sjómílur NV af Öndverðarnesi.

Slysi þessu fylgdu málaferli sem snerust um hvort útgerðin eða Stríðstryggingafélag Íslands skyldi greiða skaðabætur. Tryggingafélagið krafðist sýknu, og bar við að ekki yrði sannað að togarinn hefði farist vegna stríðsrekstrar. Héraðsdómur þess tíma var þó á öndverðum meiði og Hæstiréttur sömuleiðis í dómi sínum sumarið 1943.

Sjóslysin voru hár tollur

En hvað olli slysinu? Tæplega tundurtufl, segir Egill Þórðarson. Tilgreinir að Sviði GK hafi, eins og fleiri íslenskir togarar á þessum árum, upphaflega verið smíðaður í fyrri heimsstyrjöld sem tundurduflaslæðari fyrir breska sjóherinn. Þegar skip þessi voru tekin til fiskveiða hafi ýmsum nýjum búnaði verið bætt á þau án þess að gætt væri að þyngd og stöðugleika. Mögulegt sé því að skipið hafi fengið á sig fyllu eða öldu og brotnað í svelgnum. Slíkt verði þó aldrei sannað.

18 börn við Selvogsgötu föðurlaus

„Sviðaslysið var hræðilegt. Af frásögnum mér eldra fólks þekki ég vel hve ofboðslega þungt högg þetta sjóslys var fyrir bæjarfélagið,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði og áður bæjarstjóri. Föðurafi hans, Gunnar I. Hjörleifsson, sem bjó á Selvogsgötu 5, var einn þeirra sem fórst með togaranum og lét eftir sig 6 börn. Í sama húsi bjó Guðmundur Júlíusson matsveinn sem lét eftir sig fimm börn.

Í húsunum neðst við Selvogsgötuna í Hafnarfirði, þar sem flestir skipverjanna þaðan úr bæ, sem voru á Sviða, bjuggu, urðu alls átján börn föðurlaus. 

Af skipverjunum sem fórust með Sviða voru 11 úr Hafnarfirði, þar af fimm sem uppaldir voru á Eyrarbakka. Tólf voru úr Reykjavík, einn þeirra Þorbergur Friðriksson 1. stýrimaður, faðir Guðrúnar Katrínar (1934-1998) forsetafrúar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir