2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Sviku 50 tonn af osti og 19.000 lítra af majónesi út

Skyldulesning

Ana Rioja, 51 árs, og Maria Consuelo de Ureno, 55 ára, voru nýlega dæmdar í fangelsi og til að greiða háa sekt fyrir að hafa svikið mikið magn matvæla út með því að nota matarmiða sem þær áttu ekki rétt á.

Árum saman nýttu þær sér matarmiða, sem eru ætlaðir fátæku fólki, til að svíkja út matvörur að verðmæti 1,2 milljóna dollara. Meðal þess sem þær sviku út voru um 50 tonn af osti, 19.000 lítrar af majónesi og 1,6 tonn af kaffi.

Unilad skýrir frá þessu. Fram kemur að konurnar hafi notað SNAP-matarmiða, sem er hægt að fá matvörur fyrir og eru aðeins ætlaðir fjölskyldum með litlar tekjur, til að verða sér úti um þessar matvörur sem þær fluttu síðan til Mexíkó og seldu.

Þær voru sakfelldar fyrir 715 tilfelli þar sem þær notuðu matarmiða til að fá mat afhentan.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.

Svindlið var að lokum afhjúpað í ársbyrjun 2021 en rannsókn á því hafði staðið yfir síðan í september 2016.

Rioja var dæmd í 30 mánaða fangelsi en Consuelo í 37 mánaða fangelsi.  Rioja þarf að greiða 975.401 dollara í sekt en Consuelo tæplega 1,3 milljónir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir