1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Svipur náttúru sífellt nýr

Skyldulesning

Náttúruminjasafnið verður í húsinu fremst á myndinni sem hefur staðið …

Náttúruminjasafnið verður í húsinu fremst á myndinni sem hefur staðið fokhelt í áraraðir. Aftar ogtil hægri er Nesstofa, bústaður fyrsta landlæknisins, reist á árunum 1761-1767 og er eitt elsta húsið á Íslandi.

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flæðarmálið við Gróttu með sínu fjölbreytta lífríki, í fjarska Snæfellsjökull á sífelldu undanhaldi og fjallahringur sem birta og veðrátta gefa sífellt nýjan svip.

Í þessu umhverfi verður starfsemi og aðalsýning Náttúruminjasafns Íslands sem á dögunum var ákveðið að vera skuli á Seltjarnarnesi. Nærri Nesstofu, utarlega á Nesinu, er 1.360 fermetra bygging sem þar hefur staðið fokheld frá 2007 og var upphaflega hönnuð og reist fyrir lækningaminjasafn. Áform um slíkt fóru út um þúfur og því þurfti að finna húsinu hlutverk við hæfi, sem nú er fundið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Staðsetningin er mjög eftirsóknarverð fyrir náttúrufræðisafn,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Á Nesinu verði starfsemi í nánd við náttúru, friðlýst svæði og merkar menningarminjar, en þó innan seilingar frá þjónustukjarna og þéttbýli höfuðborgarsvæðis. Nálægð við náttúruna, fjöruna, hafið og Bakkatjörn býður einnig upp á ómælda möguleika til útikennslu á vegum safnsins.

Innlendar Fréttir