1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Svíþjóð: Sjáðu mark Sveindísar Jane í dag

Skyldulesning

Tveimur leikjum er lokið í efstu deild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Hammarby sem tapaði 3-1 fyrir Vittsjö á útivelli.

Clare Polkinghorne og Tove Almqvist komu heimakonum í Vittsjö í 2-0 forystu með mörkum á 28. og 32. mínútu áður en Mie Leth Jans bætt við þriðja markinu eftir tæpan klukkutíma leik. June Pedersen skoraði sárabótamark Hammarby sem er í 6. sæti með 28 stig eftir 20 leiki. Vittsjö er sæti ofar með stigi meira.

Sveindís Jane var í byrjunarliði Kristianstad sem sótti Djurgarden heim.

Anna Welin kom Kristianstad yfir eftir níu mínútna leik. Sveindís Jane kom Kristianstad svo í 2-0 þegar hún hrifsaði boltann af varnarmanni Djurgarden og afgreiddi boltann í netið. Eveliina Summanen bætti við þriðja markinu áður en Sara Olai minnkaði muninn fyrir Djurgarden. Jutta Rantala kórónaði sigur útiliðsins með fjórða markinu einni mínútu fyrir leikslok.

Lið Elísabetu Gunnarsdóttur er í 4. sæti með 29 stig. Djurgarden er í 9. sæti með 21 stig.

Mark Sveindísar Jane má sjá hér að neðan.

Vel gert hjá @SveindisJane hvernig hún vinnur boltann aftur, og klárar vel í hornið. @heimavollurinn pic.twitter.com/Xo9nrTLEMq

— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 16, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir