3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Svo hillir líka undir miklu minni rafbíla.

Skyldulesning

Víða um lönd eru álíka umræður og skoðanaskipti um fararmáta í borgum og er hér á landi. Citroen Ami rafbíll

Þar er nú verið að brydda betur upp á millistigi á milli almenningssamgöngutækja eins og Borgarlínu og strætisvagna og hinna fullstóru einkabíls, sem áfram er eftirspurn eftir en taka mikið rými í gatnakerfinu. 

Þetta millistig er fólgið í litlum tveggja sæta rafbílum, sem einkum eru ætlaðir til nota í þrengslum borga og eru flestir það litlir, að hægt er að leggja tveimur til þremur þversum í núverandi bílastæði. Citroen Ami rafbíll. Inni

Sumir þeirra eru því innan við 2,5 metrar á lengd og allt niður í 1,25 m breiðir. 

Sá nýjasti er Citroen Ami, sem er 2,4 x 1,4 m og þannig byggður að hann er alveg eins á báðum hliðum og með alveg eins framenda og afturenda að frátöldum lit á ljósum, sem eru rauð að aftan en hvít að framan. 

Þetta er gert til þess að hægt sé að bjóða þennan bíl á verði allt niður í 6000 evrur, sem samsvarar um milljón krónum hér á landi. Samt verði full þægindi og hiti í þessum örbílum. Citroen Ami rafbíl. Fólk

Sams konar hurðir eru báðu megin á bílnum, og því opnast dyrnar farþegamegin á hefðbundinn hátt, en dyrnar bílstjóramegin „öfugt“ eins og tíðkaðist á tímabili á fjórða áratug síðustu aldar.

Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd.  

Hámarkshraðinn er 45 km á klst og í Frakklandi mega 14 unglingar aka slíkum bílum, en 16 ára í flestum öðrum Evrópulöndum.  Beygjuhringurinn er sá knappasti í flotanum, 7,2 m í þvermál og þyngd bílsins aðeins um 500 kíló, enda eru rafhlöðurnar aðeins 6 kwst, sem gefur um 50 km drægni.  Rafaflið er um 9 hestöfl sem skilar bílnum þó á 5 sek upp í 45 km hraða.SEAT Minimo el-car (4)

Aðeins tekur 3,5 stundir að fullhlaða bílinn á venjulegu heimilisrafmagni, en því miður sýnist ekki vera gert ráð fyrir útskiptanlegum rafhlöðum, sem hins vegar verða aðalsmerki hins nýja SEAT Minimo, sem Volkswagenverksmiðjurnar hafa verið með á prjónunum og er kannski snjallasta lausnin. 

Mynd af slíkum bíl verður sett á síðuna. Tazzari tveir bílar 

Nægt rými er fyrir tvo og farangur í Citroen Ami og bæði fram- og afturendi með ágæta árekstravörn. 

Frést hefur að Kia verksmmiðjurnar séu að huga að svipuðum bíl og Citroen Ami, sjá mynd, sem verður sett hér neðst á síðuna.  

Fyrir á markaðnum hafa verið Renault Twizy og Tazzari Zero sem eru með 80 og 90 km hámarkshraða og Tazzari Zero með 100 km drægni, og hér á síðunnni hefur áður verið sagt frá Microlino sem stutt gæti verið í að fari í framleiðslu. 

Tveir Tazzari Zero bílar, sem hér sjást saman, eru hér á landi. Kia,rival to Ami


Innlendar Fréttir