8.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Svo mikil drulla í sjónvarpinu!

Skyldulesning

Er einn skipverji var að sýsla í þvottahúsinu hér um borð, þar með talið að færa þvott úr þvottavél yfir í þurrkara brá honum heldur í brún.
Út úr þvottavélinni kom sjónvarpsfjarstýring sem virtist við fyrstu sýn vera úr einum klefanum hér um borð. Þegar gengið var á menn og auglýst eftir eiganda kom í ljós að yfirstýrimaðurinn Brynjar var eigandinn.
Aðspurður sagðist hann hafa fengið yfir sig nóg af ógeðslegu og viðbjóðslegu efni í sjónvarpinu svo í hans huga var ekkert annað að gera en að þvo fjarstýringuna.
Hann vildi svo meina að það væri allt annað að horfa á sjónvarpið í dag, fallegar myndir og uppbyggjandi.
Já, sápan gerir kraftaverk og ekki bara í sóttvörnum! 😊

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir