8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

„Svolítil vonbrigði að sjá þessar fréttir“

Skyldulesning

Rögnvaldur Ólafsson aðalvarðstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Rögnvaldur Ólafsson aðalvarðstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Ljósmynd/Lögreglan

„Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að sjá þessar fréttir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra í samtali við mbl.is í dag. 

Greint var frá því í morgun að mikið annríki hafi verið hjá lögreglunni í nótt en rúm­lega hundrað mál voru skráð frá klukk­an 17 í gær til kl. 5 í nótt. Mikið var um sam­kvæmi í heima­hús­um og fram kem­ur í dag­bók lög­reglu að fólk virðist vera fara að slaka á varðandi Covid-19.

„Það var vísbending um að síðustu tvær helgar hafi fólk verið að hlusta og taka mark á þessum ábendingum varðandi að geyma mannamót. Núna ertu farinn að veðja jólunum þínum, ef fólk er að fara út að hittast í hópum og það er óheppið og veikist gæti það verið í einangrun um jólin. Það er ekki óskastaða fyrir neinn,“ segir Rögnvaldur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir