5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Svona á fólk að haga sér um hátíðirnar – Nýjar leiðbeiningar um jólin og Covid-19

Skyldulesning

Rögnvaldur opnar fundinn með því að benda á nýjar upplýsingar á covid.is um hvernig skal haga jólunum vegna Covid-19. „Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki,“ segir á covid.is.

„Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir mörg okkar verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman. Sumar athafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þessar leiðbeiningar innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar. “

Í leiðbeiningunum er fólk hvatt til þess að velja sér „jólavini“. Það er að segja fólk sem það ætlar að hitta um jólin. Hvatt er til þess að fólk njóti samverustunda í gegnum netið en auk þess er fólk hvatt til þess að versla á netinu.

Fólk er hvatt til þess að forðast svokölluð pálínuboð og hlaðborð. Þá skal takmarka bæði fjölda fólks í eldhúsinu og einnig notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis.

„Ekki tímabært að greina frá þeim í smáatriðum“

„Við getum sagt það að faraldurinn er núna í línulegum vexti, við erum ekki að missa hann í veldisvöxt,“ segir Þórólfur en tekur þó fram að færri sýni voru tekin í gær en á virkum dögum. „Allir sem greindust innanlands nema einn greindust á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann síðan og tekur fram að það sé ánægjulegt að smitin séu ekki að greinast úti á landi.

Þórólfur segir að nýjir stofnar veirunnar séu ekki að greinast hér á landi, það sé einnig ánægjulegt. Hann segir þetta vera merki um að skimun á landamærunum sé að virka.

Þórólfur hefur nú sent tillögur um aðgerðir vegna veirunnar til stjórnvalda. „Þessar tillögur mínar eru nú í skoðun hjá stjórnvöldum og því ekki tímabært að greina frá þeim í smáatriðum,“ segir Þórólfur en hann virðist ekki vilja ekki létta á aðgerðunum vegna fjölda smita síðustu daga. Hann segir það vera í höndum stjórnvalda að ákveða hversu lengi aðgerðirnar verða í gildi.

Þá segir hann að undirbúningur vegna bólusetninga gengur vel en þó eru enn ekki komnar neinar tímasetningar varðandi komu á bóluefninu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir