Svona ætlar Hareide að nýta fyrstu dagana í starfi – Fer á áhugaverðan leik á þriðjudag – DV

0
182

Åge Hareide er himinlifandi með að vera tekinn við íslenska karlalandsliðinu. Hann sat fyrir svörum í fyrsta sinn hér á landi í dag.

„Það er gott að vera hér. Fólkið hér í sambandinu er vinalegt. Þetta er gott samstarfsfólk og allir vilja það besta fyrir íslenska landsliðið,“ segir Hareide í samtali við 433.is.

Hareide ætlar svo sannarlega að byrja strax á því að vinna og mun um helgina og næstu daga heimsækja íslenska landsliðsmenn.

Hann ætlaði að tala við Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins í síma í dag. Þá býst hann við því að ræða við leikmenn í Grikklandi í gegnum síma, um er að ræða Hörð Björgvin Magnússon, Sverrir Inga Ingason, Guðmund Þórarinsson og Viðar Örn Kjartansson.

„Ég fer á leikina, ég tek leikmennina í Grikklandi í símann. Ég fer og hitti Jóhann Berg, ég ætla að fara á Blackburn gegn Burnley á þriðjudag,“ sagði Hareide.

Á sunnudag og mánudag mun Age hitta fleiri leikmenn, íslensku leikmennina í Norköpping, AGF og FCK.

„Ég fer á leik Malmö og Norköpping á mánudag, ég fer á leik AGF og FCK á sunnudag. Svo ég hitti marga af íslensku leikmönnunum þar.“