3.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Svona byrjuðu Inga og Helgi Hrafn saman – Tengdó og tekíla óvæntir áhrifavaldar

Skyldulesning

Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, er ein fjölmargra sem tóku áskorun á Twitter þar sem Guðrún Gísla spurði: Hvernig kynntust þið mökunum ykkar?

Inga er í dag gift Helga Hrafni Gunnarssyni, fyrrverandi þingmanni Pírata, og eiga þau saman einn son.

Hún segir að þetta hafi allt byrjað með því að hún og tvær aðrar konur sem voru kosningastjórar fyrir Samfylkinguna 2013, og önnur þeirra hafi verið sannfærð um að Inga ætti að byrja með syni hennar – „síðhærðum tölvulúða í þessum nýstofnaða Pírataflokki.“

Ég og tvær aðrar konur vorum kosningastjórar f. Samfylkinguna 2013. Önnur hinna var sannfærð um að ég ætti að byrja með syni hennar – síðhærðum tölvulúða í þessum nýstofnaða Pírataflokki. Þremur dögum eftir kosningum (sem XS tapaði) bauð hún mér í mat og endurmat, með engum fyrv.

— Þétt-Ingu byggðar (@ingaausa) February 9, 2022


Þremur dögum eftir kosningar hafi þessi kona boðið henni í mat. Inga hélt þá að þær þrjár í kosningastjórninni væru að fara að borða saman og drekka rauðvín en annað var á dagskránni. Hún var allt í einu mætt í fjölskyldumatarboð og Píratinn sem var nýkosinn á þing vildi romm „því þá vorum við ennþá að grínast með sjóræningjaþema og pírata…“

Ekkert romm var þó til á heimilinu þannig að samstarfskona Ingu „… píratamóðirinn, sendi börnin út í búð eftir sítrónum og gaf okkur tekíla. Mikið af tekíla. Og allt í einu varð hún tengdamóðir mín.“

Það var hins vegar ekki til, svo samstarfskona mín, píratamóðirin, sendi börnin út í búð eftir sítrónum og gaf okkur tekíla.

Mikið af tekíla.

Og allt í einu varð hún tengdamóðir mín.

— Þétt-Ingu byggðar (@ingaausa) February 9, 2022

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir