Það er lítil skemmtun fólgin í því að þrífa örbylgjuofninn. En með einföldu ráði er hægt að gera þetta á einfaldan og þægilegan hátt. Það þarf ekki að nota sterk hreinsiefni með þessari aðferð og hún er alls ekki erfið. Það eina sem þarf er sítróna og gufa.
Nánar tiltekið þarf 3 matskeiðar af sítrónusafa. 2 dl af vatni, skál og klút.
Fyrst á að taka snúningsdiskinn út og þvo hann sér með uppþvottalegi.
Settu 2 dl af vatni í skál, sem má fara í örbylgjuofn.
Settu síðan sítrónusafann í skál. Ef þú kreistir hann úr sítrónu er gott að setja börkinn í.
Hitaðu skálina á fullum styrk í örbylgjuofninum í 2-3 mínútur.
Bíddu í 5 mínútur áður en þú opnar ofninn. Heit gufan mýkir yfirborðsfletina á meðan.
Taktu skálina varlega út og þurrkaðu yfirborðsfletina með rökum klút.
Og viti menn, ofninn verður tandurhreinn.