8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Svona fer skimun fram frá a-ö

Skyldulesning

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi leit Sindri Sindrason við á Suðurlandsbraut 34 þar sem allar sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu vegna Covid-19 fara fram.

Tekin hafa verið yfir 400 þúsund sýni og sögur heilbrigðisstarfsfólks því nokkrar. Í þættinum fékk Sindri að heyra sögur og fylgdist með ferlinu eftir frá því manneskja ákveður að fara í sýnatöku þar til niðurstöður liggja fyrir. Yfir 82 þúsund sýni hafa verið tekin á Suðurlandsbrautinni.

Það var Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur sem tók á móti Sindra og fór með hann í sýnatöku.

„Ég byrjaði að vinna hér 1. september. Þetta er rosalega misjafnt. Sumir eru að koma í annað eða þriðja skipti, stundum er fólk bara hrætt og þá er ég aðallega að tala um börnin. Aðstæðurnar eru líka óþægilegar, þú ert að koma að hitta manneskju í svona búning og það eru allir í svona búning sem er bara óþægilegt,“ segir Ingibjörg.

Sindri táraðist sjálfur þegar hann fór í skimunina og fannst þetta ekki beint þægilegt.

„Ég segi alltaf við fólk að þetta sé ekki vont, bara óþægilegt og taki bara tíu sekúndur.“

Þegar búið er að taka sýnið fer það til Íslenskrar erfðagreiningar og tekur í það minnsta fjórar klukkustundir að fá niðurstöður og getur tekið upp í einn sólahring.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Sindri leit einnig við hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Innlendar Fréttir