Svona gæti byrjunarlið Mourinho í París litið út – Leikmenn United óvænt á blaði – DV

0
67

Jose Mourinho, stjóri Roma, er nú óvænt orðaður við Paris Saint-Germain.

Það er líklegt að breytingar verði gerðar hjá franska stórliðinu í sumar. Stjórinn Christophe Galtier og fjöldi leikmanna, þar á meðal Lionel Messi og Neymar, gæti horfið á brott.

Mourinho er sagður einn af þeim sem gæti tekið við. Fari svo gæti hann fengið leikmenn á borð við Harry Maguire og Scott McTominay til félagsins. Sá síðarnefndi spilaði undir stjórn Portúgalans hjá Manchester United.

The Sun setti saman hugsanlegt byrjunarlið PSG ef Mourinho tekur við. Þar má sjá Tammy Abraham, sem er einmitt hjá Roma undir stjórn Mourinho, Hakim Ziyech og Sofyan Amrabat.

Liðið er hér að neðan.