Það styttist í hátið ljós og friðar, fyrir áhugafólk um enska knattspyrnu er það oftar en ekki áskrift á mikla veislu í ensku úrvalsdeildinni.
Álagið á liðin verður mis mikið um jólin en Manchester United, Manchester City og Everton verða undir mesta álaginu í kringum jólin.
Frá 19 til 30 desember munu þessi þrjú lið leika á tveggja daga fresti, ljóst er að þjálfarar þessara liða munu þurfa að nýta leikmannahópa sína vel.
Á sama tíma fær Jurgen Klopp stjóri Liverpool mesta fríið á milli leikja af öllum þjálfurum ásamt Scott Parker hjá Fulham.
Liverpool fær fjóra og hálfan dag í frí á milli leikja í kringum jólin, lítið álag ef miðað er við önnur lið í enska boltanum.
Klopp hefur mikið rætt um álag á leikmenn sína síðustu vikur en hann getur fagnað því hvernig dagskráin raðast um jólin.