0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Sýknaður af ákæru um brot gegn stjúpdóttur

Skyldulesning

Landsréttur.

Landsréttur.

mbl.is/Hallur Már

Landsréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn fyrr­um stjúp­dótt­ur sinni. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í fyrra í tveggja og hálfs árs fangelsi en þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar, sem sýknaði manninn.

Maður­inn var ákærður fyr­ir að hafa 15. des­em­ber 2017 á heim­ili sínu nýtt sér yf­ir­burði sína gagn­vart dótturinni. Hann var ákærður fyr­ir að hafa klórað og/​eða strokið henni á baki og bringu innan­k­læða, á inn­an­verðum lær­um og aft­an­verðum lær­um allt niður á kálfa utan­k­læða, farið með hendi und­ir bux­ur henn­ar og klórað og/​eða strokið rass henn­ar og sett fing­ur inn í endaþarm henn­ar, þannig að fing­ur hans og nær­bux­ur henn­ar fóru inn í  endaþarm­inn. Hann var enn fremur ákærður fyrir að hafa strokið með fingri yfir endaþarm henn­ar, kysst hana blaut­um koss­um á enni, kinn og á læri, og legið síðan þétt upp að henni svo hún fann fyr­ir kyn­fær­um hans við rass­inn.

Barna­vernd Reykja­vík­ur sendi er­indi til lög­reglu 20. des­em­ber 2017 þar sem óskað var eft­ir rann­sókn á því hvort maður­inn hefði brotið kyn­ferðis­lega á stúlk­unni. Fyr­ir ligg­ur að hann var sam­býl­ismaður móður henn­ar um sjö  ára  skeið, en  leiðir þeirra skildu. Í kjöl­far bréfs­ins var skýrsla tek­in af brotaþola í Barna­húsi, fyrst 28. des­em­ber 2017 en síðan aft­ur 24. janú­ar 2018

Fyrir þessi meintu brot var maðurinn sakfelldur í héraði. Dómarar Landsréttar telja hins vegar að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á meint brot mannsins en bent er á að hann hafi alla tíð neitað sök.

Framburður stúlkunnar fyrir dómi var ekki metinn stöðugur en maðurinn var sagður stöðugur og samkvæmur sjálfur sér í framburði.

Af þeim sökum er maðurinn sýknaður og einkaréttakröfu stjúpdótturinnar fyrrverandi vísað frá dómi.

Dómur Landsréttar.

Innlendar Fréttir