Synir LeBrons James og Dennis Rodman spila saman hjá USC háskólanum – Vísir

0
106

Synir LeBrons James og Dennis Rodman spila saman hjá USC háskólanum Körfuboltalið University of Southern California skólans eða USC eins og flestir þekkja það fær örugglega mikið sviðsljós á næsta tímabili.

Ástæðan er að á síðustu dögum hafa tveir athyglisverðir leikmenn ákveðið að spila með liðinu.

Það eru ekki síst pabbar þessara stráka sem trekkja að. Þetta eru þeir Bronny James, sonur LeBron James hjá Los Angeles Lakers og svo DJ Rodman, sonur Dennis Rodman.

LeBron er stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar og er á fullu með Lakers í úrslitakeppninni þessa dagana en Rodman er einn besti frákastari sögunnar og varð margoft frákastakóngur tímabilsins. Rodman vann líka fimm titla með Detroit Pistons og Chicago Bulls.

DJ Rodman er eldri og hann er að færa sig úr Washington State skólanum þar sem hann hefur verið í fjögur ár. Rodman hefur skilað 9,6 stigum og 5,8 fráköstum að meðaltali þar.

Rodman nýtir sér undanþágu sem er komn til vegna tímabilsins sem fór fyrir lítið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann má því spila fimmta veturinn og ætlar að taka hann í Kaliforníu.

Bronny James var með 13,8 stig, 5,5 fráköst, 2,7 stoðsendingar og 1,8 stolna bolta á lokaári sínu hjá Sierra Canyon School gagnfræðaskólanum.

USC vann 22 af 33 leikjum á síðustu leiktíð en tapaði fyrir Michigan State í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.