-1 C
Grindavik
27. janúar, 2021

„Systurflokkur“ Viðreisnar veitir háum fjárhæðum til andstæðinga fóstureyðinga

Skyldulesning

Það tíðkast í Eistlandi (og mörgum öðrum löndum) að ríkisstjórnarflokkar geti veitt ákveðnu fé til samtaka sem þau telja þjóðfélaginu til heilla og sinni málaflokkum sem skipti máli.

Í Eistlandi hefur þetta, yfirleitt verið ákvörðun stjórnmálaflokka og jafnvel náð til stjórnarandstöðuflokka, en þó hafa einstakir flokkar ekki tekið þátt, vegna þess að þeir telja slíkt óeðlilegt.

En „systurflokkur“ Viðreisnar í Eistlandi, Miðflokkurinn, hefur ekki skorast undan útdeilingu fjármuna, en þetta árið ákvað ríkisstórnin sem flokkurinn leiðir, að standa sameiginlega að úthlutun.

Stærsti einstaki styrkþeginn eru  4ja mánaða gömul samtök, MTÜ Elu Marss („March For Life“ eða (í minni þýðingu) „Göngum fyrir líf“), sem taka afstöðu gegn fóstureyðingum. Styrkurinn til þeirra nam u.þ.b. 21.5 milljónum Íslenskra króna.

Samtökin stóðu fyrir göngu gegn fóstureyðingum fyrr á árinu.

En það er rétt að taka það fram að forsætisráðherra Eistlands og formaður „Miðflokksins“ (Keskerakond) Jüri Ratas, lýsti því yfir að það þyrfti ekki að óttast að fóstureyðingar yrðu bannaðar í Eistlandi.

„Umbótaflokkurinn“ (Reformikond), (sem er reyndar einnig „systurflokkur“ Viðreisnar), tók ekki þátt í úthlutuninni, en það gerði flokkur Sósíaldemókrata.

En hér má lesa frétt Eistneska ríkisútvarpsins um málið og hér er „Pósturinn“ (Postimees) með frétt um sama mál.

P.S. Það er rétt að taka það fram, til að forða misskilningi, að persónulega tel ég þessar ákvarðanir ekki tengjast Viðreisn, eða forystufólki þeirra á neinn hátt og fyllilega ómálefnalegt og hálf heimskulegt að reyna að tengja ákvarðanir „systurflokka“ við flokkana á Íslandi.

Flokkabandalögin á Evrópuþinginu (sem er yfirleitt grunnurinn að þessu samstarfi) er skrýtið og „súrt“, og helgast af þeim skilyrðum „flokkabandalögum“ eru sett og þeim forréttindum sem þau gefa.

Þessi færsla kemur eingöngu til vegna þess að oftar en einu sinni hef ég heyrt forystufólk Viðreisnar reyna að tengja skoðanir „systurflokka“ inn í Íslenska pólítík.

Sbr., þessa færslu.


Innlendar Fréttir