9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Taka Ronaldo og Messi einn dans saman í París?

Skyldulesning

Svo gæti farið að Cristiano Ronaldo stígi sinn síðasta dans í fótboltanum með Lionel Messi hjá PSG á næsta ári.

Enska götublaðið Mirror segir frá því en möguleiki er á því að Ronaldo yfirgefi Manchester United næsta sumar.

Ronaldo hefur ekki virkað mjög hamingjusamur í herbúðum United og sagt er að Jorge Mendes umboðsmaður hans skoði nú aðra kosti.

Ronaldo er 37 ára gamall en í PSG gæti hann lokað ferli sínum í Evrópu með Lionel Messi sér við hlið. Þar er um að ræða tvo bestu knattspyrnumenn sögunnar.

Sagt er í frétt Mirror að Roma og FC Bayern hafi einnig áhuga á Ronaldo en PSG með alla sína peninga stendur best að vígi.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir