6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Takk kærlega fyrir að reyna að fella okkur

Skyldulesning

Sam Allardyce er ekki sáttur.

Sam Allardyce er ekki sáttur.

AFP

Sam Allardyce knattspyrnustjóri WBA er allt annað en sáttur við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar. Sakar hann deildina um að reyna að fella liðið hans.

WBA leikur við Newcastle á sunnudagsmorgun og Allardyce segir of stuttan tíma hafa liðið frá síðasta leik liðsins, en WBA mætti Everton á fimmtudag.

„Við vildum spila á mánudaginn en deildin sagði nei. Í staðinn fáum við leik í hádeginu á sunnudegi. Takk kærlega fyrir að reyna að fella okkur. Við erum alltaf hundsaðir,“ sagði Allardyce pirraður á blaðamannafundi.

Lærisveinar Allardyce eru í 19. sæti með 17 stig, níu stigum frá öruggu sæti. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir