7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Talið að Arsenal sé tilbúið að selja Nicolas Pepe

Skyldulesning

Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, var keyptur til félagsins árið 2019 á 72. milljónir punda, sem er félagsmet. Pepe hefur valdið vonbrigðum hjá enska félaginu og leigubílasögur frá Englandi segja að Arsenal sé opið fyrir því að selja leikmanninn.

Pepe var rekinn af velli eftir heimskulegt brot gegn Leeds United um seinustu helgi en var á skotskónum gegn norska liðinu Molde í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Það fylgir því mikil pressa að vera keyptur fyrir svona stóra upphæð. Að auki er Pepe að þéna í kringum 140.000 pund á viku og forráðamenn Arsenal eru sagðir opnir fyrir því að selja leikmanninn ef ásættanlegt boð berst.

Það sem sé einnig ofarlega í huga forráðamanna Arsenal er að koma í veg fyrir svipaða sögu og félagið er að eiga við núna í tengslum við Mezut Özil.

Pepe hefur spilað 39 leiki fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 6 mörk í þeimm leikjum og lagt upp 6 mörk.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir