6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Talnaglöggir finna jólasveina hjá Fiskistofu

Skyldulesning

Jólasveinar laumast víða. Jólaratleikur Fiskistofu býður upp á leit að jólasveinum í gagnasafni stofnunarinnar.

mbl.is/Golli

Nú gefst sérlegum áhugamönnum um gagnasöfn Fiskistofu einstakt tækifæri til þess að verða fjölskyldunni að gagni. Stofnunin hefur efnt til ratleiks um síður sínar og geta fimm heppnir þátttakendur orðið sér úti um Útvegsspilið sem mun eflaust lífga upp á samveru fjölskyldna yfir jólin.

Leikurinn fer þannig fram að Fiskistofa hefur falið sjö jólasveinamyndir um vef sinn og hjá hverri mynd er einn bókstafur. Með því að finna myndirnar og bókstafina fæst allt sem þarf til að búa til lausnarorð, en það skal sent til Fiskistofu á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is merkt „jólaleikur“.

Nú fer hver að verða síðastur en síðasti séns til að senda inn lausnarorðið er 17. desember.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir