5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Tap í fyrsta deildarleik Valgeirs með Hacken

Skyldulesning

Halmstad tók á móti Hacken í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad en leikið var á Örjans Vall, heimavelli liðsins.

Valgeir Lunddal, var í byrjunarliði Hacken í leiknum og spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið en Valgeir gekk til liðs við Hacken undir lok síðasta árs.

Eina mark leiksins kom á 84. mínútu, það skoraði Mikel Boman eftir stoðsendingu frá Thomas Boakye.

Valgeir lék allan leikinn í liði Hacken sem byrjar tímabilið á tapi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir